- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur eru þessa dagana að undirbúa kosningar til stjórnar Hugins, skólafélgas MA og fjölmargra annarra embætta í undirfélögum skólans og fulltrúa í ráðum og nefndum.
Nemendur hafa að undaförnu leitað stuðnings og undirbúið framboð sín og þurfa að skila öllum gögnum fyrir miðnætti í kvöld. Strangar reglur gilda um auglýsingar á framboðum, þær mega til dæmis ekki birtast neins staðar fyrir miðnætti á sunnudag og einungis vera birtar í tiltekinn tíma.
Á mánudaginn munu frambjóðendur kynna sig í Kvosinni og með auglýsingum víða. framboðsfundur verður klukkan 9 á þríðjudagsmorgun og að honum loknum hefjast kosningar. Atkvæði verða talin strax og komi í ljós að þurfi að kjósa á ný verður það gert í eldsnemma á miðvikudagsmorgun.
Stjórnaskipti verða á fimmtudag.