Í tengslum við keppnina Ungskáld, sem haldin er nú í 4. sinn, mun Atli Sigþórsson, öðru nafni Kött Grá Pje, halda námskeið í skapandi skrifum fyrir fólk á aldrinum 16-25 ára, eins og fram kemur í meðfylgjandi auglýsingu. Þátttaka í námskeiðinu, sem verður haldið í MA 8. október, er ókeypis og, en þátttakendur þurfa að skrá sig á námskeiðið á ungskald@akureyri.is

Fólk á þessum aldri er hvatt til að taka þátt í námskeiðinu og spreyta sig síðan í keppninni.

Aðstandendur keppninnar að þessu sinni eru fjölmargar menningar- og menntastofnanir á Norðurlandi og Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra, sem styrkir þessa starfsemi.