Kristín B. Jensdóttir dönskukennari
Kristín B. Jensdóttir dönskukennari

Kristín Björnsdóttir Jensen dönskukennari við MA hefur fengið úthlutað styrk úr Þróunarsjóði námsgagna. Hún hefur haldið úti vef, donskukennsla.com, og fékk styrk til að vinna hann áfram.

Í umsókn Kristínar segir m.a.:

,,Áhersla er á að virkja nemendur í öllum færniþáttum tungumálanáms með sérstakri áherslu á talað mál og námsleiki. Verkefnin eru fjölbreytt og byggja á mörgum kennsluaðferðum. Það verður þó megin áhersla lögð á samvirkt nám (e. coperative learning) og leiðsagnarnám. Markmiðið er að gefa fjölbreyttum nemendahópi tækifæri til að ná sama árangri, með mismunandi aðferðum og þar með koma á móts við alla nemendur á gagnsæjan, leiðbeinandi og sanngjarnan hátt.“

Við óskum Kristínu til hamingju með styrkinn og vefurinn á eflaust eftir að eflast og nýtast nemendum og kennurum.