- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Kristján Geir Hirlekar 2T tók þátt í framhaldskeppni í efnafræði um daginn og stóð sig einkar vel og lenti í 2. sæti.
Fjórum stigahæstu keppendum er boðin þátttaka í íslenska landsliðinu í efnafræði 2024. Þeir sem þiggja sæti munu taka þátt í 56. Alþjóðlegu Ólympíukeppninni (IChO) sem haldin verður í Riyadh í Saudi Arabíu 21.-31. júlí og í 7. Norrænu efnafræðikeppninni sem verður haldin í Noregi dagana fyrir IChO.
Kristján stefnir ótrauður í þessar keppnir, enda efnafræði í miklu uppáhaldi hjá honum.
Við óskum Kristjáni Geir innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.