- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Kristján Geir Hirlekar tók þátt í úrslitakeppni í efnafræði á dögunum og varð í 3. sæti. Fjórum stigahæstu keppendum er boðin þátttaka í íslenska landsliðinu í efnafræði 2025. Þau sem þiggja sætu munu taka þátt í 57. Alþjóðlegu Ólympíukeppninni (IChO) sem haldin verður í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, 5.-14. júlí 2025 og í 8. Norrænu Ólympíukeppninni í efnafræði (NChO) sem haldin verður í Gautaborg í Svíþjóð, 2.-5. júlí.
Þess má geta að Kristján Geir var líka í Ólympíuliðinu í fyrra og keppti þá í Saudi-Arabíu.
Kristján Geir er einn fjölmargra nemenda sem taka þátt í sýningu LMA í ár og er í búningateyminu.