- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
24. Almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í framhaldsskólum landsins fimmtudaginn 13. febrúar. Alls tóku 78 nemendur þátt úr átta skólum. Í öðru sæti var Kristján Geir Hirlekar 3T. Hann tók einnig þátt í keppninni í fyrra og var í ólympíuliði Íslands í efnafræði.
14 efstu keppendum er boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem verður haldin í Háskóla Íslands helgina 8.-9. mars næstkomandi (nánari tímasetningar verða gefnar út síðar).
Fjórum efstu keppendum úrslitakeppninnar verður boðið að taka þátt í 8. Norrænu efnafræðikeppninni sem haldin verður í Svíþjóð 2.-5. júlí og strax að henni lokinni í 57. Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði sem haldin verður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 6.-14. júlí.
Til hamingju með árangurinn Kristján Geir.