- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Kristján Godsk Rögnvaldsson og Árni Friðriksson í 4. bekk TU náðu þeim góða árangri í undankeppninni í efnafræði að vera á meðal þeirra 15 sem best stóðu sig. Þeim hefur því verið boðið að taka þátt í úrslitum 8. landskeppninnar í efnafræði sem fram fara 28. og 29. mars næstkomandi.
Þess má til gamans geta að þeir félagar eru báðir úr fyrsta hópnum sem tekinn var í skólann á hraðlínu. Skólinn óskar þeim til hamingju með þennan góða árangur og óskar þeim velgengni á lokakeppninni.