Krufning hjá Kristínu og 3XY
Krufning hjá Kristínu og 3XY

Þáttur í líffræðinámi í Menntaskólanum á Akureyri er að kryfja innyfli sláturdýra og skoða með því hvernig þau eru saman sett, og blessuð dýrin eru skyld okkur mönnunum.

Hér eru nokkrar myndir sem nemendur tóku þegar 3. bekkur XY var í líffræði hjá Kristínu Sigfúsdóttur á miðvikudaginn í síðustu viku. Þá var skorið, blásið og skoðað, skráð, teiknað og skjalfest. Það kemur sem sé fyrir í skólanum og náminu að nemendur verði svolítið subbulegir á höndunum. Gagnlegt er þetta og nauðsynlegt með bóknáminu að fá að þreifa á því sem um er lært,

.