- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Kynjafræðinemar í MA og VMA skipuleggja kvennafrídag 25. október ásamt Femínistafélaginu i MA. Í fréttatilkynningu þeirra segir:
Þann 24. október er liðið 41 ár síðan íslenskar konur lögðu niður vinnu til þess að sýna fram á mikilvægi kvenna í atvinnulífinu. Talið er að þann dag hafi alls 90% kvenna lagt niður störf eða nánast helmingur þjóðarinnar, til þess að krefjast sömu réttinda og launa og karlar nutu á vinnumarkaði á þeim tíma.
Þriðjudaginn 25. október næstkomandi munum við, konur í MA og VMA endurtaka leikinn og vekja athygli á því að þessum réttindum hefur ekki verið náð. Við ætlum að standa upp frá vinnu og námi kl 9:30 þann dag og halda saman niður í bæ á ráðhústorgið. Við hvetjum allar konur á Akureyri til að mæta!
Dagskrá birtist von bráðar