- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag komu í heimsókn kennarar og stjórnendur grunnskóla á Akureyri og í Eyjafirði til að kynna sér breytingar á námskrá MA vegna styttingar náms til stúdentsprófs og sveigjanlegra námsloka við skólann. Skólastjórnendur og námsráðgjafar stýrðu kynningunni og svöruðu fyrirspurnum.
Að lokinni þessari kynningu voru samræðufudnir í faggreinum, afar gagnlegir, enda hefur mikið skort á samtal kennara á þessum tveimur skólastigum. Verður vonandi framhald á því í sem flestum greinum.
Menntaskólinn á Akureyri býður foreldrum/forráðamönnum 10. bekkinga til kynningarfundar um breytingar á skólakerfinu og áðurnefnd sveigjanleg námslok fimmtudaginn 10. mars kl. 17:00.