Ingibjörg skólameistari og Ingibjörg námstjóri
Ingibjörg skólameistari og Ingibjörg námstjóri

Í gær var á kennarafundi kynning á því hvernig Kvennaskólinn í Reykjavík skipaði námi þannig að því megi ljúka á þremur árum. Ingibjörg Axelsdóttir námstjóri og Ingibjörg S. Guðmundsdóttir skólameistari komu norður og kynntu skólaskipanina fyrir starfsfólki MA. Kynningin var afar fróðleg og góð, og margt af því sem fólst í breytingastarfinu í Kvennakólanum hefur þegar farið fram hér í MA. einkum mótun skólastefnu og endurskoðun námsáfanga í takti við námskrá, en eftir því fyrirkomulagi hefur skólinn starfað í fjögur ár og fyrstu stúdentarnir í nýjum stíl brautskráðust síðastliðið vor.

Að öðru leyti kom fram að í Kvennskólanum var ákveðið að miða stúdentspróf við 200 einingar (í MA er viðmiðunin 240). Öllum kjarnagreinum námsins, um þremur fjórðu hlutum, er komið fyrir á þremur árum en nemendum býðst að taka valgreinar öll árin. Þeir sem þannig leggja meira á sig og lengja vinnudag sinn tekst með þessu móti að ljúka námi á þremur árum en þeir eiga þó möguleika á að fresta einhverjum valgreinum eða einingum og ljúka náminu á þremur og hálfu eða fjórum árum. Hvað þetta varðar má sjá að hér er samhljómur við það sem Jón Már Héðinsson skólameistari MA hefur haft efst á blaði í tengslum við tal um að stytta nám til stúdentspsróf, að námslok séu sveigjanleg og nemendur geti haft val um lengd námstíma.

Í vetur er unnið að endurskoðun námskrár MA með hliðsjón af fjögurra ára reynslu og jafnframt er hugað að leiðum að því að hér við skólann verði mögulegt að bjóða nemendum, sem það kjósa, að ljúka náminu á skemmri tíma en fjórum árum.