Auður Anna og Gunnar Ingi
Auður Anna og Gunnar Ingi

Í gær var í Kvosinni í MA kynning á nýrri námskrá sérlega ætluð foreldrum og forráðamönnum væntanlegra nýnema, en dálítill hópur þeirra var með í för.

Kynningin var í höndum náms- og starfsráðgjafa og sviðsstjóra. Lena Rut Birgisdóttir og Alma Oddgeirsdóttir höfðu orð fyrir þeim. Skýrðu þær breytingar á námskrá og endurhannaðar námsbrautir og svöruðu fyrirspurnum gesta ásamt Jóni Má Héðinssyni skólameistara. Tveir nemendur 1. bekkjar, Auður Anna Jónsdóttir og Gunnar Ingi Sverrisson, sögðu frá stökkinu úr grunnskóla í framhaldsskóla og hvernig skólalífið í MA tæki nýnemum opnum örmum. Þá komu fulltrúar úr stjórn Hugins, skólafélags MA, Fannar Rafn Gíslason og Óskar Jóel Jónsson, og greindu frá félagsstarfinu í skólanum.

Í upphafi komu félagar úr Kór MA, sem voru á æfingu á Sal í Gamla skóla, og sungu lag við undirleik og stjórn Guðlaugs Viktorssonar og Tumi Hrannar Pálmason greip upp eitt lag úr söngbók sinni og flutti við eigin gítarleik.

Í lokin voru nærstaddir kennarar, nemendur og starfsmenn spurðir spjörum úr við kaffibolla, kleinu og konfektmola.

Fleiri myndir á Facebook.