- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
NÝ DAGSETNING - BREYTTUR TÍMI. Menntaskólinn á Akureyri býður skólastjórnendum og námsráðgjöfum grunnskólanna á Akureyri og nágrenni á kynningar- og umræðufund. Fundurinn verður haldinn í MA, föstudaginn 23. október klukkan 15. Efni fundarins verður meðal annars tengsl skólastiga út frá nýrri menntalöggjöf. Kynntar verða hugmyndir að breyttu námsfyrirkomulagi í MA, en stefnt er að því að innrita nemendur eftir því haustið 2010.
Markmið fundarins eru að skapa umræðuvettvang milli skólastiganna, meðal annars vegna ákvæðis í nýjum menntalögum um tilfærslu eininga, og að upplýsa stjórnendur og námsráðgjafa um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru við MA.
.