- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Um það bil 150 gestir komu á námskynningu í Menntaskólanum á Akureyri í gær, nemendur 10. bekkja grunnskóla og forráðamenn þeirra.
Jón Már Héðinsson bauð gesti velkomna, Heimir Haraldsson náms- og starfsráðgjafi kynnti nemendum skólann og skólalífið svo og þjónustu sem skólinn veitir nemendum, Alma Oddgeirsdóttir gerði grein fyrir námi, námsbrautum og námsmöguleikum í skólanum í núgildandi námskrá. Þá gerðu þau Oddur Hrafnkell Daníelsson nemandi í 1F og Fríða Kristín Jónsdóttir nemandi í 1X grein fyrir því hvernig er að vera nemandi í fyrsta bekk. Að þessu loknu var spurt og spjallað.