Á morgun, fimmtudag verða kynningar á námi á háskólastigi annar vegar frá Keili og hins vegar frá Kilroy. Þær verða á sama tíma, kl. 16.10, í stofu H2 og H3. Nánari upplýsingar eru hér:

Frá Keili

Kynntu þér fjölbreytt námsframboð, svo sem háskólanám í ævintýraleiðsögn, BSc í tæknifræði í samstarfi við Háskóla Íslands og flugtengt nám hjá Keili. Við verðum í Menntaskólanum á Akureyri fimmtudaginn 30. október kl. 16:10 í stofu H3.

Háskólanám: Tæknifræði (www.kit.is)
Keilir býður upp á háskólanám (BS gráðu) í tæknifræði á vegum Háskóla Íslands. Boðið eru upp á tvær námslínur: Orku- og umhverfistæknifræði og Mekatróník hátæknifræði. Námið heyrir undir Verkfræði og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, en Keilir sér um framkvæmd námsins. Tæknifræði er frábært tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á hagnýtu námi og verklegri nálgun. Hægt er að ljúka náminu á þremur árum og það eru engin skólagjöld (einungis skráningargjöld) ólíkt öðru tæknifræðinámi á Íslandi. Námið er góður stökkpallur út í atvinnulífið og fyrir frumkvöðla, sem og þá sem hyggja á meistaranám í tækni- og verkfræðigreinum hérlendis og erlendis.

Háskólanám: Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku (www.adventurestudies.is)
Íþróttaakademía Keilis, í samstarfi við Thompson Rivers University í Kanada, býður upp á leiðsögunám í ævintýraferðamennsku (Adventure Sport Certificate). Um er að ræða átta mánaða nám á háskólastigi þar sem snert er á þeim þáttum sem tengjast beint inn í afþreyingarferðaþjónustu landsins, svo sem sjó- og straumkajak, fjallamennsku og flúðasiglingum. Námið fer fram á ensku og sett upp bæði sem bóklegt nám og verklegt útinám, enda fer um helmingur námsins fram á vettvangi víðsvegar um landið. Mikill skortur er á leiðsögumönnum með þessa þekkingu víðsvegar um heiminn og hafa allir nemendur sem hófu námið í fyrra í framhaldi fengið vinnu í greininni eða farið áfram í háskólanám. Námið er lánshæft hjá LÍN.

Flugtengt nám: Atvinnuflugmaður, flugvirkjun og flugumferðarstjórn (www.flugakademia.is)
Flugakademía Keilis býður upp á margvíslegt flugtengt nám svo sem einka- og atvinnuflugmannsnám, flugvirkjun, flugumferðarstjórn og flugþjónustu. Hátt í hundrað nemendur stunda nám í flugi hjá Keili, sem starfrækir sjö fullkomnar kennsluvélar á Keflavíkurflugvelli. Hröð þróun og mikil uppbygging á sér stað í flugheiminum, og eru atvinnumöguleikar fyrir flugmenn að aukast bæði hérlendis og erlendis. Mikil eftirspurn er einnig eftir flugvirkjum, en Keilir býður upp á flugvirkjanám í samstarfi við AST, einn elsta og virtasta flugvirkjaskóla í Evrópu.

Kynntu þér fjölbreytt námsframboð hjá Keili á www.keilir.net

Frá Kilroy

Kilroy