- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Á vorönninni fara ýmsir að huga að skólavist fyrir næsta vetur. Innritunartímabil er aðeins mismunandi eftir því hvort nemendur koma beint úr 10. bekk eða ekki. Skólinn býður líka nemendum í heimsókn og kynningar.
Innritun eldri nemenda: Hefst 15. mars og lýkur 22. apríl
Innritun nemenda úr 10. bekk: 25. apríl til 10. júní. Sjá kynningarbækling. Kynningarmyndband.
Innritun nemenda beint úr 9. bekk inn á hraðlínu: Lýkur 30. maí. Sjá upplýsingar hér.
Sótt er um á menntagatt.is nema á hraðlínu. Umsóknareyðublöð vegna hraðlínu eru á ma.is.
Skólakynningar fyrir nemendur í 10. bekk: Ýmsir utanbæjarskólar koma í heimsókn 22. mars. Akureyrarskólarnir koma í heimsókn 23. mars.
Ef skólar komast ekki á þessum dögum er hægt að hafa samband við Heimi og Lenu náms- og starfsráðgjafa. Markmið heimsóknanna er að kynnast náminu, félagslífinu og skólabrag MA. Nemendur fara um skólann, kynnast hverri braut fyrir sig á lifandi hátt, hitta nemendur úr stjórn skólafélagsins og fá veitingar.
Nemendur í 9. bekk: Leikfélag MA býður nemendum í 9. bekk í Eyjafirði og nágrenni á lokaæfingu söngleiksins Heathers þann 10. mars kl. 20 í Hofi.