- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Foreldrum og forráðamönnum nemenda í 1. bekk er boðið til kynningar á námi í menningar- og náttúrlæsi í MA á þriðjudag. Menningarlæsi og náttúrulæsi eru mjög stórir áfangar á fyrsta námsári þar sem tvinnað er saman nokkrum ólíkum námsgreinum. Í bréfi til foreldra og forráðamanna segir:
Þriðjudaginn 21. október n.k. kl. 17:00-18:00 verður boðið upp á kynningu fyrir ykkur um áfangana menningarlæsi og náttúrulæsi. Þar verður farið yfir skipulag og markmið sem höfð eru að leiðarljósi í áföngunum til að þið eigið hægara með að fylgjast með námi barnanna. Þessir áfangar eru hluti af nýrri námskrá skólans (frá 2010) og eru afar stór hluti af námi nemenda á fyrsta ári. Áherslan er á samþættingu greina, verkefnavinnu og sjálfstætt nám nemenda og lengri lotur í stundaskrá en í öðrum greinum.
Í menningarlæsi eru 1. E F G H og I og í náttúrulæsi eru 1. A B C og D
Vísað verður á stofur þar sem kynningarnar fara fram í anddyrir Hóla. Gengið er inn um aðalinngang Hóla frá Þórunnarstræti.
Þess má líka geta að framundan eru ýmsar ferðir og viðburðir í tengslum við áfangana; nemendur í menningarlæsi fara í námsferð til Siglufjarðar 23. október og sjá sýningu Hunds í óskilum 30. október. Allur 1. bekkur fer svo á sýningu Pörupilta í Hofi 6. nóv.