- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nemenda í 1. bekk Menntaskólans á Akureyri verður á laugardaginn og hefst klukkan 14.30. Fundurinn verður á sal skólans á Hólum.
Markmið fundarins er að kynna námið í skólanum og margs konar starf sem ætlað er að styðja við nýnema á fyrsta ári. Að loknum stuttum ávörpum á Sal skólans verður aðalfundur FORMA, Foreldrafélagi við MA. Því næst fara foreldrar/forráðamenn með umsjónarkennurum barna sinna í stofur. Þar gefst tími til að segja aðeins frá fyrstu skóladögunum, kynna INNU og fara yfir þau atriði sem foreldrar hafa áhuga á að ræða. Foreldrum gefst einnig kostur á að tala við umsjónarkennara einslega ef þörf er á. Þá er þetta einnig kjörið tækifæri til þess að skoða sig um í húsakynnum skólans.
Gert er ráð fyrir að dagskrá verði lokið kl. 16:00 og þá verður boðið upp á kaffi og meðlæti sem nemendur á 3ja ári reiða fram.