Giljaskólanemar á leið úr Gamla skóla með Lenu Rut
Giljaskólanemar á leið úr Gamla skóla með Lenu Rut

Á hverju hausti koma nemendur 10. bekkjar grunnskólanna á Norðurlandi í heimsóknir í MA. Námsráðgjafarnir í skólanum, stjórn skólafélagsins Hugins og brautarstjórarnir taka á móti gestunum. Gerð er grein fyrir skólastarfinu og ekki síst félagsstarfinu í MA, gengið um skólann og húsin skoðuð og fyrirspurnum gestanna svarað.
Í gær kom hópur úr Giljaskóla í heimsókn. Önnur myndin var tekin þar sem hluti hópsins er með Lenu Rut Birgisdóttur námsráðgjafa á ganginum milli Hóla og Gamla skóla en á hinni er Hildur Hauksdóttir brautarstjóri að segja hluta hópsins frá Gamla skóla og öllum myndunum af gömlum nemendum sem þar eru

.