- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Við höldum áfram að kynna nokkur úr hópi starfsfólks MA, og Lena Rut námsráðgjafi er sú fimmta í röðinni:
Lena Rut Birgisdóttir hefur verið námsráðgjafi í MA frá 2006. Hún hélt reyndar að hún yrði bara eitt ár í MA en hún fann strax að starfið hentaði henni gríðarlega vel. ,,Þetta er svo fjölbreytt starf. Það hentar mér mjög vel að ekki sé allt eins alla daga og ekki alltaf sömu viðfangsefnin. Þetta er líka bara góður vinnustaður og samstarfsfélagarnir líka.“
Á COVID-tímum er erfiðara að ná til nemenda, þeir eru minna í skólanum og þarf því að hafa meira fyrir því að ná til þeirra. Samt er kannski aldrei mikilvægara en nú að þeir leiti til námsráðgjafa.
Lena fer reglulega í göngutúra en henni finnst betra að vera úti en í líkamsræktarstöðvum og hún ræktar vini sína. ,,Það er andlega nærandi að hitta góða vini, það verður líka að vera gaman. Og svo þarf að sinna fjölskyldunni og börnunum.“ Eldamennska er ekki í uppáhaldi en hún er meira fyrir að góður matur sé eldaður fyrir hana og hefur gaman af því að finna uppskriftir fyrir Ödda (eiginmanninn).
Lena er í stjörnumerkinu tvíburanum og er dæmigerður tvíburi að sögn annarra segir hún. Tvíburar eru náttúrlega hressir og skemmtilegir.
Og að lokum: Hver væri titilinn á ævisögunni þinni? Eftir að hafa leitað ráða hjá góðri vinkonu sem þekkir mig vel er niðurstaðan að hún mun heita Are you gonna go my way? Það þykir mjög námsráðgjafarlegur titill og einnig er þetta vísun í mín yngri ár þegar ég hafði mikið dálæti á Lenny Kravitz sem söng þetta lag og vinir mínir kölluðu mig Lenny.