Í Hlíð
Í Hlíð

Á fimmtudaginn í síðustu viku var hrundið af stað verkefninu Kynslóðir mætast sem er hluti af lífsleikni í þriðja bekk. Þá fara nemendur og eiga stundir með íbúum dvalarheimmila aldraðra.

Í framhaldi af þessari fyrstu samkomu hittast félagarnir tvisvar sinnum í viðbót og gera eitthvað skemmtilegt eins og fara í bíltúr, heimsækja söfn, fara á kaffihús eða spila og spjalla í rólegheitum.

Ingibjörg Magnúsdóttir, Rannveig Ármannsdóttir og Hólmfríður Jóhannsdóttir hafa auga með þessu góða starfi þriðjubekkinganna.

Meðfylgjandi eru myndir frá dagskránni á dvalarheimilinu Hlíð á fimmtudaginn var.