Enn er komið að landskeppni framhaldsskólanemenda í eðlisfræði. Nemendur í MA hafa oft náð þar góðum árangri og stundum komist í landslið Íslands, síðast á síðastliðnu ári þegar Tryggvi Unnsteinsson í 4X var í ólympíuliðinu.

Forkeppnin að þessu sinni fer fram þriðjudaginn 17. febrúar 2015 kl. 10-12. Eðlisfræðikennarar gefa frekari upplýsingar um keppnina.

Úrslitakeppni verður svo helgina 21-22. mars og allt að fimm efstu nemendum í henni býðst svo að taka þátt í Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem haldnir vera í Mumbai á Indlandi 5-12. júlí næstkomandi.