Myndir: Elísabet Ásgrímsdóttir og Jóhann Þór Jónsson
Myndir: Elísabet Ásgrímsdóttir og Jóhann Þór Jónsson

MA státar af býsna mörgum nemendum sem eru í landsliðum í íshokkí, enda er öflug starfsemi hjá SA, Skautafélagi Akureyrar. 

Nú eru t.d. 4 drengir frá MA að keppa með U-20 landsliði Ísland í Belgrad, Serbíu. Það eru þeir Aron Ingason, Bjarki Þór Jóhannsson, Bjarmi Kristjánsson og Þorleifur Rúnar Sigvaldason. Jóhann Þór Jónsson, faðir Bjarka Þórs, sendi okkur mynd af strákunum. 

Og svo eru sjö stúlkur í stúlknalandsliði Íslands í íshokkí skipað leikmönnum 18 ára og yngri sem leikur í sínum styrkleikaflokki í heimsmeistarakeppni Alþjóða íshokkísambandsins IIHF í Istanbúl í Tyrklandi. Þetta eru þær Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir, Arna Sigríður Gunnlaugsdóttir, Eyrún Arna Garðarsdóttir, Kolbrún Björnsdóttir, Magdalena Sulova, Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir og Sveindís Marý Sveinsdóttir. Elísabet Ásgrímsdóttir, móðir Sveindísar Marýar, sendi okkur mynd af þessum fjölmenna landsliðshópi.