- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Auglýst er laust til umsóknar starf í afgreiðslu Menntaskólans á Akureyri. Um er að ræða 75% starf frá 13. ágúst að telja.
Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið stúdentsprófi, hafi gott vald á íslensku og ensku, sé vanur tölvunotkun, geti unnið undir álagi og eigi auðvelt með mannleg samskipti.
Starfið felst einkun í símsvörun, afgreiðslu almennra erinda, skjalavinnslu og ljósritun. Launakjör eru samkvæmt stofnanasamingi MA.
Umsóknarfrestur er til 6. júlí næstkomandi.
Nánari upplýsingar gefur skólameistari í tölvupósti, jmh@ma.is.