Leikfangasýningin
Leikfangasýningin

Í dag settu nemendur í uppeldisfræði 103 upp sýningu á leikföngum, en í áfanganum hafa nemendur unnið að verkefnum um uppeldi barna. Sýningin er lokaverkefni, en í þriggja manna hópum völdu nemendur leikfang til að fjalla um. Áður hafa þeir kynnt sér tómstundastarf barna og barnabækur, heimsótt leikskóla o.fl.

Sýningin er í horninu við stofur 6 og 7 á Hólum og stendur fram á mánudag, 21. maí.