- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri (LMA) á sér langa sögu þegar kemur að félagsstarfi nemenda. Leikverkin eru orðin mörg og fjölbreytt í langri sögu skólans. Á síðasta skólaári setti LMA upp söngleikinn Útfjör við góðar undirtektir.
Með nýju skólaári koma nýjar áskoranir. Leikfélagið er farið að hugsa sér til hreyfings og leitar þessa dagana uppi áhugasama nemendur sem vilja taka þátt í störfum þess í vetur. Þátttaka felur ekki eingöngu í sér leik á sviði, vinna þarf við markaðssetningu, búninga, sviðsmynd og förðun svo fátt eitt sé nefnt.
Dagana 21. - 25. október munu forsvarsmenn LMA taka viðtöl við þá sem hafa áhuga á þátttöku í starfi LMA í vetur. Viðtölin hefjast kl. 14:30 og standa fram á kvöld. Við hvetjum alla nemendur við skólann sem hafa áhuga á leiklist og þátttöku í félagsstarfi að mæta í viðtal.