- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur á uppeldis- og menntunarkjörsviði í MA fóru í upphafi vikunnar í heimsókn í leikskóla á Akureyri, en það er liður í námi þeirra. Valgerði S. Bjarnadóttur kennara þeirra segist svo frá:
Sú skemmtilega hefð hefur skapast að nemendur á uppeldis- og menntunarfræðikjörsviði dvelji dagpart á leikskólum bæjarins. Síðastliðinn mánudag fóru 30 nemendur og kynntu sér stefnu og starfsemi leikskólanna hér í bæ en þeir þurftu að ræða við leikskólastjóra um áherslur í starfinu og kynna sér það á vettvangi með virkri þátttöku. Nemendur voru sælir og ánægðir með heimsóknirnar, þær voru lærdómsríkar og kærkomin tilbreyting frá hefðbundnu skólastarfi. Kunnum við leikskólum Akureyrarbæjar bestu þakkir fyrir góðar móttökur.
Nemendur tóku meðfylgjandi myndir í heimsókninni.