- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Prufur fyrir Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, fóru fram í Menntaskólanum á Akureyri í september. Lið MA liggur fyrir og er þannig skipað: Magnús Máni Sigurgeirsson 2X, Rakel Alda Steinsdóttir 2V og Þorsteinn Jakob Klemenzson 3A. Auk þríeykisins kemur hópur nemenda að undirbúningi keppninnar fyrir hönd skólans.
Stjórn Málfundafélagsins hefur komið eftirfarandi ábendingu á framfæri við ritstjórn ma.is:
Þar sem þjálfari hefur ekki verið ráðinn til að undirbúa liðið, er hugsanlegt að það taki breytingum og verði jafnvel breytilegt milli viðureigna í samræmi við reglur sem gilda þar að lútandi. Eins og fram kemur í upphaflegri frétt eru fleiri nemendur sem koma að þátttöku liðsins í keppninni og því úr stórum hópi öflugra liðsmanna að velja.