- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Lið MA í Gettu betur og MORFÍs undirbúa sig nú fyrir komandi átök. Um mánaðamótin næstu mætir okkar fólk liði Menntaskólans við Sund í 8-liða úrslitum spurningakeppninnar. Um svipað leyti etur MORFÍs-liðið okkar kappi við Verzlunarskóla Íslands í 8-liða úrslitum Mælsku- og rökræðukeppninnar. Menntaskólinn á Akureyri hefur þrisvar sinnum hrósað sigri í Gettu betur og jafn oft í MORFÍs og í tvígang hafa ræðumenn Íslands komið úr röðum MA. Ef að líkum lætur mun hópur stuðningsfólks ferðast suður yfir heiðar til að styðja við bakið á liðunum tveimur. Undanúrslit bíða sigurvegaranna.