Frá vinstri: Árni Stefán Friðriksson, Sólveig Erla Baldvinsdóttir og Kjartan Valur Birgisson
Frá vinstri: Árni Stefán Friðriksson, Sólveig Erla Baldvinsdóttir og Kjartan Valur Birgisson

Seinni keppnisdegi í 16-liða úrslitum Gettu betur lauk í kvöld með viðureign MA og Flensborgarskólans í Hafnarfirði. Lokatölur urðu 31-23, MA í vil. Sannarlega frábær árangur hjá þeim Árna Stefáni Friðrikssyni, Kjartani Val Birgissyni og Sólveigu Erlu Baldvinsdóttur. Þau lögðu grunninn að glæsilegum sigri í kvöld með því að ná góðri forystu eftir fyrsta hluta keppninnar, 19-13. Lið Flensborgarskólans gerði hvað það gat til að jafna metin í öðrum hluta en hafði ekki erindi sem erfiði. Munurinn jókst aftur í þriðja og síðasta hluta og örugur sigur MA því niðurstaðan. Menntaskólinn á Akureyri er þar með kominn í 8-liða úrslit keppninnar þar sem okkar fólk mun mæta liði Menntaskólans við Sund. Hægt verður að fylgjast með viðureigninni í sjónvarpi allra landsmanna fimmtudaginn 27. febrúar.