- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Árlega forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram í dag. Alls tóku 149 nemendur þátt í 57 liðum.
Keppnin fór bæði fram í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. 46 lið kepptu í HR og 11 lið í HA. Komu keppendur úr fjölmörgum framhaldsskólum. Keppninni var skipt í þrjár deildir eftir erfiðleikastigi, Alfa, Beta og Delta.
Í öðru sæti í Alfa deild var liðið Sturmtroopers en það skipuðu Björn Orri Þórleifsson, Jón Haukur Skjóldal Þorsteinsson og Birkir Snær Axelsson, allir í 3. X.
Skólinn óskar þeim til hamingju með árangurinn.