- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Mikið var um dýrðir í Kvosinni síðastliðinn fimmtudag þegar vorblað Munins 2019 kom út og því dreift til nemenda. Boðið var upp á veitingar í tilefni af útgáfunni auk ræðuhalda.
Á myndinni, sem tekin var af þessu tilefni, eru þau Jón Már Héðinsson skólameistari MA og Ásthildur Ómarsdóttir ábyrgðarmaður og ritstýra Munins. Ásthildur heldur á eintaki af hinu nýútgefna blaði.
Um 700 eintök voru gefin út af skólablaðinu en umbrot og hönnun var í umsjón ritstjórnar Munins. Blaðið er 108 tölusettar blaðsíður. Um prentun sá Ísafold.