Fundur líffræðikennara MA og VMA
Fundur líffræðikennara MA og VMA

Kennarar í líffræði í MA og VMA hittast einu sinni á önn og hafa gert í mörg ár, til skiptis í skólunum. Þar bera þeir saman bækur sínar og ræða um starfið.

Í gær var vorannarfundurinn hjá þeim yfir glæsilegum veitingum á kennarastofunni í MA. Sigurlaug Anna aðstoðarskólameistari átti leið hjá og smellti af þessari mynd. Þarna sitja saman Kristín Sigfúsdóttir og Þórir Haraldsson í MA, Jóhannes Árnason, Inga Björg Ólafsdóttir og Garðar Lárusson í VMA og Guðný Guðmundsdóttir í MA.