Á hraðstefnumóti í málum
Á hraðstefnumóti í málum

Nemendur á tungumálasviði í 3. bekk eru í áfanga sem heitir Evrópa – menning og saga og er markmið hans, eins og gefur að skilja, að kynnast menningu annarra Evrópuþjóða. Til að gera áfangann meira lifandi var í fyrra bryddað upp á þeirri nýbreytni að bjóða erlendum gestum í tíma og gefa þannig nemendum tækifæri til að fræðast um ólík lönd Evrópu með því að spjalla við innfædda. Þetta vakti mikla lukku og var því engin spurning að endurtaka þetta að ári - og það var í gær, miðvikudag.

Verkefnið fer þannig fram að sett er upp stutt stefnumót íslensku nemendanna og erlendu gestanna, útlendingarnir sitja hver á sínum stað en íslensku nemendurnir fara á milli þeirra, ýmist einn eða tveir saman. Nemendurnir hafa valið sér efni sem þeir vilja fræðast um og spjalla um það í um það bil þrjár mínútur. Þá er bjöllu hringt og þeir færa sig á næsta borð.

Stór hluti gestanna eru skiptinemar við HA en til að hafa fleiri viðmælendur hafa bæði nemendur og kennarar leitað uppi aðra útlendinga hér í bæ. Hópurinn samanstóð m.a. af Þjóðverjum, Finnum, Dönum, Lettum, Frökkum, Ítala, Spánverja, Pólverja og fleirum.

Í lokin var boðið upp á veitingar og gafst hópnum þá tækifæri til að halda áfram spjalli. Í framhaldinu gera íslensku nemendurnir verkefni þar sem þeir bera saman svörin frá þeim sem þeir ræddu við og hugleiða hvað þeir eiga sameiginlegt og hvað er ólíkt.

Myndirnar voru teknar í Gamla skóla í gær:

Á stefnumóti

Á stefnumóti

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á stefnumótiÁ stefnumóti