Body Project er líkamsmyndarnámskeið fyrir ungar stúlkur sem miðar að því að efla gagnrýna hugsun gagnvart ríkjandi útlitsviðmiðum og sátt í eigin skinni. Hvert námskeið er tvö skipti, tvær klukkustundir í senn. Þetta er ekki fræðslunámskeið sem byggist á löngum fyrirlestrum, heldur valdeflandi námskeið sem byggist á æfingum, umræðum og verkefnum sem virkja krafta stelpnanna sjálfra.

  • Nánar má lesa um námskeiðið á www.facebook.com/bodyprojectisland
  • Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið likamsmynd@gmail.com
  • Pláss er fyrir 8 þátttakendur og með skráningu skuldbindur þátttakandi sig til að mæta í bæði skiptin.
  • Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
  • Fyrra skiptið er 19. febrúar kl. 10:30 -12:30 í G14.
  • Seinna skiptið er 25. febrúar. Nánari tímasetning auglýst síðar.
  • Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur.
  • Þú getur skráð þig á námskeiðið hjá námsráðgjöfum skólans með því að senda póst á heimir@ma.is eða lena@ma.is
  • Ólögráða nemendur þurfa að fá leyfi frá foreldrum og fá eyðublað hjá námsráðgjöfum sem foreldrar þurfa að kvitta fyrir.