Nemendur í áfanganum Vist- og umhverfisfræði fóru á dögunum á Listasafn Akureyrar ásamt kennurum sínum Eyrúnu Gígju og Kolbrúnu Ýri.  Þar tók Guðrún Pálína fræðslufulltrúi á móti þeim ásamt Jonnu (Jónborgu Sigurðardóttur) sem setti upp sýninguna Völundarhús plastsins. Sú sýning er, samkvæmt upplýsingum af vef Listasafnsins, innsetning sem á að gera áhorfendur meðvitaða um umhverfisáhrif plastnotkunar.

Nemendurnir fengu einnig góða leiðsögn um sýningu Jóns Laxdal, ...úr rústum og rusli tímans,  og kíktu að lokum í Ketilhúsið. Meðfylgjandi myndir voru teknar með leyfi frá fræðslufulltrúa Listasafnsins.

Kolbrún Ýrr tók myndir og þær eru fleiri á Facebook.