- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Að undanförnu hefur verið unnið að því að ljúka skráningu listaverka í eigu Menntaskólans á Akureyri. Stefán Jónsson myndlistarmaður og kennari gerði upphaflegu listaverkaskrána en Tryggvi Gíslason fyrrverandi skólamsietari endurskoðaði skrána og jók hana mjög. Sverrir Páll hefur unnið að viðbótum og breytingum á skránni og hefur auk þess komið upp merkingum við listaverkin, þannig að nú má sjá eins og á hverju öðru listasafni hvert verkið er, hver höfundur þess og hvernig það er komið í eigu skólans. Hluti listasafnsins var merktur síðasta vor en á þessu var verki nánast lokið.
Menntaskólinn á rúmlega tvö hundruð listaverk af ýmsu tagi og þau eru víða um hús skólans. Leitast er við að hafa listaverk helst í hverri kennslustofu og hverju vinnurými og skrifstofum skólans. Umgengni nemenda og starfsfólks um þessi listverk er frábær og það hlýtur að vera gott uppeldi að vera innan um myndlist alla daga í skólanum. Auk inniverka eru útilistaverk á skólalóðinni og setja svip á umhverfið.
Sýnishorn af listasafni skólans eru á síðunni Listaverk mánaðarins, sjá hér.