Nemendur Menntaskólans á Akureyri geta valið sér listnám en þar er um að velja myndlist, fatasaum og textílhönnun. Kennari er Helga Árnadóttir. Kennsla í myndlist fer fram í Gímaldinu, sem er ansi gróft og fremur óhrjálegt húsnæði og er jafnframt geymsla fyrir alls kyns tól og tæki og byggingarefni. Önnur listkennsla fer fram í Gamla skóla.

Í dag var hópur nemenda að vinna í Gímaldinu, að mála með akryllitum, teikna með blýanti, sauma perlusaum og gera skúlptúr úr pappírsmassa. Helga sagði að á þessari önn væru á milli 20 og 30 nemendur í listnámi.