Nýja stjórnin fær gusu
Nýja stjórnin fær gusu

Litlu Ólympíuleikarnir 2012 fóru fram núna undir hádegið í sólskini en fremur köldu veðri á túninu norðan Hóla. Nemendur í 4U og kennarar öttu kappi og stjórnir tókust á.

Góður rómur var gerður að frammistöðu allra sem þarna tóku þátt og áhorfendaskarinn stóð sig einnig vel, til dæmis við pylsugrillið.

Í blálokin, eftir að gamla Hugisstjórnin hafði rassskellt þá nýju í bumbubolta voru teknar myndir af stjórnunum og urðu þær afar blautar fyrir sakir vatsnkarla og kerlinga sem voru uppi á þaki Hóla. En myndir segja meiri sögu en mörg orð.