- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þar sem enginn 4. bekkur U er í skólanum í vetur hafa 4. bekkur T og X sameinast um að skora á kennara til Lítilla Ólympíuleika á mánudag. Það gerðu þeir með því að flytja eftirfarandi samsetning í Kvosinni í dag.
Háttvirtur skólameistari, nemendur og aðrir gestir,
í dag, er dagurinn sem við höfum öll beðið eftir.
Kennarar, þið hélduð kannski að þið mynduð sleppa,
að þið kæmust hjá því við okkur að keppa?
Því þótt að ekki hafi verið U á fráliðnum vetri,
þá eru Xið og Tið svo miklu betri.
Sameinuð öll sem eitt ætlum við að vinna,
metingnum á milli okkar skal nú loksins linna.
Endalausar diffurreglur og óteljandi sannanir,
ótrúleg lokapróf og endalausar kannanir.
Hafa byggt upp hefndarþörf og því erum við hér,
til að sigra ykkur loks þannig hver maður sér.
Ekki halda að við höfum gleymt því sem við höfum lært,
lograföll og hlátrasköll hafa okkur kaffært.
En ekki er þó þannig að allt sé fyrir bí,
því ýmislegt við lærðum um svefnleysi á því.
Það gleymir því líka alls ekki neinn,
að 0 er jafnt og e í veldinu i sinnum pí plús einn.
Það gekk náttúrulega betur hjá sumum,
að muna að adenósintrífosfat sé myndað í frumum.
En nú er samt komið nóg af þessu,
mínir ágætu kennarar MIShressu.
Nú er komið að okkur að gera ykkur smeyka,
á mánudaginn höldum við litla Ólympíuleika.
Sameinuð stöndum og loks hætt að þræta,
við ætlum ykkur kæru kennarar á vellinum mæta.
Við erum til í slaginn og gefum ekkert eftir,
skórnir á reimaðir og hnefarnir krepptir.
Þar munum við etjast að í allskonar þrautum,
úti á skólans, fögru lautum.
Þá skorum við sérstaklega á okkar helstu félaga,
Níels, Áskel, Sigga Shark, Billó og Stebba.
Í þetta sinn, kæru vinir, skuluð þið ekki sleppa.
Nóg þið hafið á okkur lagt, þessa fjóra vetur,
nú munu við með eigin augum sjá, hver betur getur.
Þannig myndið lið, eftir hverju eruð þið að bíða,
það eru ekki þið sem þjáist af lokaprófskvíða.
Á mánudaginn mætumst við í íþróttum og allskonar stuði,
þannig komið ykkur út á völl og hættið þessu tuði.
Höf: Sólveig Rán Stefánsdóttir & Baldur Auðunn Vilhjálmsson