Í Kvosinni
Í Kvosinni

Það var litadýrð í Dimissiobúningum, sem flestir voru hlýir, sem kom sér vel í þeim fáu gráðum sem okkur eru skammtaðar í sumar. Búningarnir eru listilega gerðir, jafnvel í austurlöndum nær og fjær, og löngu liðnir þeir dagar að bekkir komu saman í nokkur kvöld í heimahúsum og sátu við að sauma þetta sjálfir. einu sinni fengu krakkarnir í einum bekknum lánaða jólasveinabúninga, og fóru í þeim um bæinn og komu meðal annars við á leikskóla og gáfu börnunum epli. Þau börn eru löngu komin í skólann og minnast þessara undarlegu jólasveina á sumri.

Þessar myndir voru að mestu leyti teknar í Kvosinni um hádegisbil, þegar þau Garðar og Guðrún í Mötuneyti MA komu og buðu nemendum upp á kjötsúpu.