- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þegar vel heppnuð árshátíð skólans var að baki og ný vinnuvika hófst, fullveldisdaginn 1. desember, voru kveikt ljós á jólaré á skólatorginu. Það er reyndar löngu liðin tíð að fullveldisdagurinn sé frídagur í skólum, en í Menntaskólanum á Akureyri er árshátíðin ævinlega kennd við þann dag, þótt hún fari gjarnan fram þann föstudag sem næstur liggur.
Í löngu frímínútum í dag fór hópur nemenda út á skólatorg í hríðarhraglanda og þá voru kveikt ljós á jólatré skólans. Myndin var tekin þegar liðið var að kvöldi. Tréð sómir sér vel þarna og bregður litum á torgið, en ef að er gáð sést líka vel hjarta bæjarins, sem slær í Vaðlaheiðinni gegnt bænum, en kveikt var á því á laugardaginn.