- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í áfanganum lýðræði og mannréttindi hafa unnið að ljósmyndaverkefni undanfarnar vikur þar sem þau fengu það verkefni að taka tvær myndir sem endurspegla ákveðin Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eða sambærilegar áskoranir í heiminum í dag. Myndirnar voru eins ólíkar og þær voru margar en allar vel útfærðar og áhugaverðar. Verkefnið var auk þess vinsamleg keppni þar sem besta myndin var valin.
Dómari í keppninni var Hildur María Valgarðsdóttir, sem býr og starfar sem ljósmyndari í Kaupmannahöfn. Hildur María valdi myndir frá Emblu Blöndal Ásgeirsdóttur í 3-I bestu myndirnar auk þess sem Björn Gunnar Jónsson í 2-G fékk sérstök verðlaun fyrir sínar myndir.
Þá vakti sameiginleg mynd Bjarneyjar Guðrúnar, Gunnhildar Lilju og Katrínar Birtu, úr 3-A mikla athygli fyrir listfengi og sterk skilaboð um misjafnt aðgengi stúlkna í heiminum til þess að takast á við þá óumflýjanlegu staðreynd sem blæðingar eru fyrir konur.
Hægt er að sjá allar myndirnar á Facebook.
Verðlaunahafar fengu glæsilega bókagjöf frá bókaútgáfunni Angústúru í verðlaun en nemendur hafa lesið bækur úr bókaflokki Angústúru í áfanganum. Bækurnar Kona í hvarfpunkti, Sakfelling, Glæpur við fæðingu og Veislan í greninu voru nemendum innblástur fyrir þetta verkefni.
Eva Harðardóttir kennari