- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir söngleikinn Footloose föstudaginn 3. mars. Verkið er byggt á samnefndri kvikmynd frá árinu 1984.
Í söngleiknum segir af Aron og móður hans sem setjast að í litlum bæ þar sem ekki er allt sem sýnist. Dægurmenning ungu kynslóðarinnar er illa liðin af afturhaldsseggjum í bæjarsamfélaginu. Á sama tíma sýnir unga fólkið andstöðu sína gegn ríkjandi viðmiðum íhaldssamra afla með dans, leik og tónlist að vopni.
Sem fyrr stendur stór hópur nemenda að baki sýningarinnar, leikarar, söngvarar og hljóðfæraleikarar. Enn fremur þarf að huga að leikmynd, búningum og gervi, hárgreiðslu og förðun og markaðssetningu svo eitthvað sé nefnt. Allt er þetta meira og minna á herðum nemenda. Um leikstjórn sjá Elísabet Skagfjörð og Aron Martin Ásgerðarson. Íslensk þýðing er í höndum Gísla Rúnars Jónssonar.
Sýningar verða sem hér segir:
3. mars kl. 20:00
5. mars kl. 16:00 & 20:00
12. mars kl. 16:00 & 20:00