- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri (LMA) frumsýnir Hjartagull föstudaginn 19. mars. Aron Martin Ásgerðarson leikstýrir og skrifar handritið að söngleiknum sem byggður er á lögum og textum 200.000 Naglbíta. Sýningar fara fram í Hofi.
Segir frá ljóðskáldinu Míó sem upplifir sig utangarðs og á skjön við jafnaldrana. Þegar Míó lendir í rifrildi við pabba sinn hverfur hún inn í ævintýraveröld þar sem hún kynnist hinum litríku Neondýrum og baráttu þeirra við Skuggaprinsinn og börn hans sem girnast hið goðsagnakennda Hjartagull. Á vegferðinni um ævintýraveröldina tekst Míó á við sjálfa sig þar sem hún þarf að læra að treysta og hlusta á eigið innsæi.
Mikill fjöldi nemenda kemur að verkinu með einum eða öðrum hætti. Upp á síðkastið hafa krakkarnir verið duglegir að sýna frá undirbúningi fyrir frumsýninguna á fésbókarsíðu LMA. Þar má m.a. fylgjast með hár- og förðunarteymi að störfum sem og leikmyndateymi og markaðsteymi auk þess sem hlýða má á krakkana flytja lagið Neðanjarðar í Fornbókabúðinni Fróða.
Auk frumsýningarinnar á föstudaginn kemur, eru sýningar áætlaðar 25. og 26. mars. Allar sýningar hefjast klukkan 20:00. Hægt er að panta miða á mak.is og tix.is. Uppselt er á frumsýningu.