- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Stjörnu-Odda-félagið á Akureyri var stofnað fyrr á þessu ári. Nú er blásið til fundar félagsins um loftsteina, halastjörnur og fleira.
Á vorjafndægri árið 2010, 20. mars kl. 17:32, var Stjörnu-Odda-félagið á Akureyri stofnað í lok málþings á vegum Háskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri um Undur alheimsins í tilefni alþjóðlega stjarnfræðiársins 2009. Í lok málþingsins var sjónaukinn Stjörnu-Oddi á þaki Möðruvalla, raunvísindahúss MA, afhjúpaður. http://www.unak.is/radstefnur/page/undur_alheimsins
Framhaldsstofnfundur var haldinn fimmtudaginn 8. apríl. Þar voru samþykktar Starfsreglur, rætt um væntanlega starfsemi félagsins og eftirfarandi stjórn kjörin:
- Þórir Sigurðsson, formaður
- Steinar Magnússon, ritari
- Brynjólfur Eyjólfsson, gjaldkeri
- Árni Sveinn Sigurðsson, varamaður
- Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, varamaður
Nú er tímabært að hefja fyrsta starfsárið með fundi í samvinnu við Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness http://www.astro.is/ í Menntaskólanum á Akureyri laugardaginn 13. nóvember 2010 kl. 16:00.
Félagar að sunnan munu segja frá loftsteinum og halastjörnum í máli og myndum og um kvöldið verður stjörnuskoðun, ef skyggni leyfir.
Við bjóðum ykkur velkomin á þennan fund, sem er öllum opinn. [Gjörið svo vel að láta fundarboðið berast.] Gengið er inn af bílastæði Heimavistar MA við Þórunnarstræti og niður í stofu H9 við Kvosina á Hólum.
Stjórnin.
.