- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nú styttist heldur betur í lok haustannar. Aðeins er rúm vika eftir af kennslu og 9. - 17. desember eru próf og annað námsmat. Próftaflan hefur verið uppfærð í INNU og eins má sjá hana hér ofar á síðunni. Í ljósi kennslufyrirkomulags annarinnar hefur lokaprófum fækkað nokkuð og langflest eru þau rafræn.
Félagslífið í skólanum hefur verið með öðrum hætti en venjulega en sitthvað er samt á döfinni. Í kvöld verður BINGÓ streymt á facebook síðu skólafélagsins og 6. desember verður jólatónleikum TóMA streymt. Ritstjórn skólablaðsins Munins vinnur líka að útgáfu haustblaðsins og er áætlaður útgáfudagur 7. desember.