- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nú er haustönninni alveg við það að ljúka. Síðustu sjúkraprófin voru í dag og nemendur því komnir í jólafrí. Búið er að opna fyrir einkunnir í Innu. Nokkrir nemendur munu brautskrást á morgun.
Prófsýningar verða 8. janúar eða í fyrstu kennslustund.
Kennsla hefst á vorönn 8. janúar. Í fyrstu vikunni verða líka endurtökupróf í náttúrulæsi og menningarlæsi í 1. bekk (það þarf að skrá sig í þau á afgreidsla@ma.is). Annars halda nemendur áfram á vorönn þótt þeir hafi fall í einhverjum greinum. Hægt er að vinna upp fall á vorönn með því að ná meðaltalinu 5 í greininni eða taka endurtökupróf í vor.
Hikið ekki við að heyra í stoðteymi skólans, brautarstjórum eða aðstoðarskólameistara ef eitthvað er óljóst.
Við óskum ykkur nemendum gleðilegra jóla og þökkum ykkur kærlega fyrir samstarfið á önninni.