Kynning 1G
Kynning 1G

Lokadagurinn í velgengnisátaki fyrsta bekkjar var í dag. Honum lauk með uppskeruhátíð í Kvosinni þar sem fulltrúar bekkjanna gerðu grein fyrir bakpoka þeim sem þeim þótti góður til nestis úr viðfangefnum daganna, þ.e. hvað þeim þótti mikilvægast í skólastarfinu. Fyrr um daginn hafði verið unnið úr ljósmyndaverkefni gærdagsins. Bekkirnir fengu útprentaðar myndir sem þeir höfðu valið til einkennis fyrir einkunnarorð skólans og settu upp sýningu á þeim með skýringum - undir dulnefni.

Á morgun verða birt úrslit í keppni bekkjanna um besta mynd fyrir hvert einkunnarorð og besta heildarárangur.

Hér eru fáeinar myndir frá lokahátíðinni og af Hólagangi, þar sem myndirnar eru til sýnis. Fleiri myndir má sjá með því að smella hér.

.