- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í 1. A héldu nokkurs konar uppskeruhátíð á mánudaginn er þeir kynntu afrakstur verkefnavinnu í áfanganum „Lönd og menning“. Áfanginn er skylduáfangi á mála- og menningarbraut. Nemendur héldu landakynningu í stofum G22 og G21 fyrir gesti og gangandi. Nokkur lönd Suður- og Austur-Evrópu voru til umfjöllunar og áttu nemendur, auk almennrar kynningar, að fjalla um tungumál og menningu í því landi sem þeir unnu með. Nemendur kenndu nokkrar setningar á tungumáli landsins en þar að auki völdu þeir t.d. á milli þess að flytja tónlist frá landinu, kenna þjóðdans eða sýna hvernig þjóðarréttur er búinn til. Líf og fjör var á kynningunni og var hún vel sótt. Myndirnar tók Anna Eyfjörð, en þær Harpa Sveinsdóttir eru kennarar áfangans.